föstudagur, júní 09, 2006

Trambólín...


Um daginn stálumst ég, Bryndís og Mæja yfir í næsta garð (ég er svo mikil rola að ég ætlaði varla að þora) og snérum trambólíni sem þar var við. Málið var að íbúar hússins voru og eru jafnvel enn í fríi.. ætli þau hafi ekki bara skellt sér til útlanda. Fyrir ekki svo löngu fengu krakkarnir svona stórt trambólín í garðinn. Frá þeim degi hefur Bryndís verið alveg óð í hvert skipti sem hún heyrir í hoppandi krökkunum!
Þau voru sumsé búin að snúa trambólíninu við svo það fyki ekki meðan þau voru í burtu.
Við snérum því aftur við og fórum að hoppa.
Ég stóð mig rosalega vel og slasaði mig á fyrstu mínútunni. Var í loftinu á leiðinni niður þegar Bryndís var á leiðinni upp og ég var komin aðeins of nálægt henni. Fékk öxl í andlitið!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home