sunnudagur, maí 21, 2006

Skál í botn

Við fjölskyldan á Svalbarðinu fórum í stórglæsilegt brúðkaup í gær, en það voru þau Björg Ýr frænka og Valur sem voru að gifta sig. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef farið í brúðkaupsveislu, hef farið áður í kirkjuna en hef verið of lítil til að vera boðið með í veislu :) Þetta var bara alveg frábært, aðeins of mikið hvítvín sem var fyllt í glasið mitt og ég var hætt að geta fylgst með hversu mikið ég hafði drukkið. Vildi ólm fara í bæinn um 1 leytið þegar Mæja var að bruna með liðið heim en sem betur fer hafði þessi elska vit fyrir mér þegar ég hafði það ekki. Mitt vit var drukkið burt, horfið í hvítvínið! Ég fór því að sofa og var mjög ánægð með það í dag þegar ég vaknaði :)

ég get svo svarið það... ég held hreinlega að ég hafi meira að segja frá þegar ég er í prófum.. þetta er ekki normalt

Annars vil ég deila því með ykkur að frunsuveikin er að heltaka mig... gat varla lokað munninum í morgun fyrir bólgum... Já ég veit þið höfðuð gaman af að lesa þetta!

Frunsan kveður að sinni...

4 Comments:

Blogger Harpa said...

við skulum bara rétt svo vona að þetta sé ekki þín eigins vör ;-)

22/5/06 08:00  
Anonymous Nafnlaus said...

ó-ó.. frunsan..! mikill óvinur minn! hún kemur í öllu stressinu..
heilsist skvísur!! ;*

22/5/06 12:56  
Anonymous Nafnlaus said...

reyndu að frussa frunsinni burt!

22/5/06 14:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Vona að ég losni við það að fá mína árlegu risafrunsu, sérstaklega þar sem ég fór ekki í nein próf þetta árið ;) sjö níu þrettán :D
kv.Gunnhildur

23/5/06 15:26  

Skrifa ummæli

<< Home