föstudagur, maí 19, 2006

Það er blíðan

Jújú... maður gefur loforð en er síðan ekkert að standa sig! Þetta er til skammar :/

Hér kemur þó eitt lítið blogg Harpa mín, sérstaklega tileinkað þér.. eða þú veist :)

Maður náði nú varla að draga andann eftir að síðasta prófið kláraðist og þangað til maður fór að vinna - haldiði að það sé!
Eftir prófið á mánudaginn fórum við Jóhanna í sund, hitt dönskufólkið beilaði hreinlega á okkur en sumir voru þó alveg löglega afsakaðir. Við Jóhanna hlutum þó ekki skaða af að vera bara tvær í sundi og nutum sólarinnar alveg útí ystu æsar :) Sáum svo rússneska eðalpíu sem var í skærbleiku bikiníi - nb. í g-string, með hvíta ömmu-sundhettu og eldrauðan varalit! já og ekki má gleyma gulleyrnalokkunum. Þetta vakti mikla kátínu meðal sundlaugargesta, þar á meðal okkar Jóhönnu.
Um kvöldið fórum við 4 saman út að borða á Vegamót, ég, Jóhanna, Hulda og Simon. Lilja var því miður upptekin við annað og sá sér ekki fært að njóta ljúffengs matar á Vegamótum ÞETTA kvöldið.

Á þriðjudaginn var svo skúrað sem og miðvikudaginn... í gær hófst síðan vinnan í kirkjugarðinum = ekkert frí til að slappa af og gera EKKI NEITT.
Ég var því farin að hlakka til helgarinnar svo ég gæti sofið út... en ætli maður geti nokkuð sofið út? Það er nóg að gera á morgun, skutlerí og stússerí og svo brúðkaup - ætli maður vakni síðan ekki eldsnemma á sunnudagsmorgun eins og vaninn er svona eftir djamm!

Silvía Nótt - No comment

Dúddírú

1 Comments:

Blogger Harpa said...

thanx hon... ;-)

gassalega er mikið stuð á minni, en ég er klárlega að fara að stæla þessa rússnesku giðju því rassinn minn væri náttla FULLKOMINN í svona g-strengs bikiníi hahahhaa... Í NÆSTA LÍFI !!!!!!

njóttu þín sweety, hlakka til að sjá þig

20/5/06 13:38  

Skrifa ummæli

<< Home