sunnudagur, maí 28, 2006

úbbalú

Eitthvað er þetta blogspot að stríða mér...
Ég er æst yfir kosningasjónvarpinu hérna á laugardagskveldi.
Hlakka til að vakna snemma í fyrramálið og fara að taka til.
Þið vitið hvernig þetta er

föstudagur, maí 26, 2006

blogg vesen

Mér er ekki ætlað að blogga held ég

þriðjudagur, maí 23, 2006

Og

það gerist ekki neitt. Sofa borða vinna borða vinna borða vinna borða vinna sofa borða sofa vinna.. osfrv....

Sumarið er rétt að byrja en samt er fílingurinn ekki þannig. Ég hef aldrei verið í sumarvinnu og það hefur snjóað á mig... Þakka fyrir að vera ekki á Akureyri - kosturinn við það væri reyndar að þá hefði ég verið send heim í dag frá vinnunni því það var ekkert hægt að vinna í garðinum fyrir snjó!

Nýjustu fréttir af frunsunni eru þær að hún er að breiða enn betur úr sér. Mitt ráð: Haldið ykkur fjarri mér.

Hildur í sumarskapi

sunnudagur, maí 21, 2006

Skál í botn

Við fjölskyldan á Svalbarðinu fórum í stórglæsilegt brúðkaup í gær, en það voru þau Björg Ýr frænka og Valur sem voru að gifta sig. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef farið í brúðkaupsveislu, hef farið áður í kirkjuna en hef verið of lítil til að vera boðið með í veislu :) Þetta var bara alveg frábært, aðeins of mikið hvítvín sem var fyllt í glasið mitt og ég var hætt að geta fylgst með hversu mikið ég hafði drukkið. Vildi ólm fara í bæinn um 1 leytið þegar Mæja var að bruna með liðið heim en sem betur fer hafði þessi elska vit fyrir mér þegar ég hafði það ekki. Mitt vit var drukkið burt, horfið í hvítvínið! Ég fór því að sofa og var mjög ánægð með það í dag þegar ég vaknaði :)

ég get svo svarið það... ég held hreinlega að ég hafi meira að segja frá þegar ég er í prófum.. þetta er ekki normalt

Annars vil ég deila því með ykkur að frunsuveikin er að heltaka mig... gat varla lokað munninum í morgun fyrir bólgum... Já ég veit þið höfðuð gaman af að lesa þetta!

Frunsan kveður að sinni...

föstudagur, maí 19, 2006

Það er blíðan

Jújú... maður gefur loforð en er síðan ekkert að standa sig! Þetta er til skammar :/

Hér kemur þó eitt lítið blogg Harpa mín, sérstaklega tileinkað þér.. eða þú veist :)

Maður náði nú varla að draga andann eftir að síðasta prófið kláraðist og þangað til maður fór að vinna - haldiði að það sé!
Eftir prófið á mánudaginn fórum við Jóhanna í sund, hitt dönskufólkið beilaði hreinlega á okkur en sumir voru þó alveg löglega afsakaðir. Við Jóhanna hlutum þó ekki skaða af að vera bara tvær í sundi og nutum sólarinnar alveg útí ystu æsar :) Sáum svo rússneska eðalpíu sem var í skærbleiku bikiníi - nb. í g-string, með hvíta ömmu-sundhettu og eldrauðan varalit! já og ekki má gleyma gulleyrnalokkunum. Þetta vakti mikla kátínu meðal sundlaugargesta, þar á meðal okkar Jóhönnu.
Um kvöldið fórum við 4 saman út að borða á Vegamót, ég, Jóhanna, Hulda og Simon. Lilja var því miður upptekin við annað og sá sér ekki fært að njóta ljúffengs matar á Vegamótum ÞETTA kvöldið.

Á þriðjudaginn var svo skúrað sem og miðvikudaginn... í gær hófst síðan vinnan í kirkjugarðinum = ekkert frí til að slappa af og gera EKKI NEITT.
Ég var því farin að hlakka til helgarinnar svo ég gæti sofið út... en ætli maður geti nokkuð sofið út? Það er nóg að gera á morgun, skutlerí og stússerí og svo brúðkaup - ætli maður vakni síðan ekki eldsnemma á sunnudagsmorgun eins og vaninn er svona eftir djamm!

Silvía Nótt - No comment

Dúddírú

mánudagur, maí 15, 2006

Det koster pin at være fin

Já það er ekki orðum ofaukið... Ég vaxaði fótleggina á mér í gær í tilefni komu sumars, hlírabola og kvartbuxna. Maður er að fara að taka upp sumarfötin!
Aðallega samt í tilefni af því að ég er að fara í sund á eftir - Ég er búin í prófum og við ætlum að slappa af í svömmingpoolen :)

Djöfull er alltaf andskoti helvíti vont að vaxa sig!! Argh.. Nú hugsið þið kannski: "já auðvitað er vont að vaxa sjálfan sig, hvernig væri að láta einhvern annan gera það" - en sjáiði til.. það hjálpar ekkert! Þetta er alltaf jafn drullu vont!

En þetta þurfum við kvenfólkið að gera. Ef ég myndi ekki fjarlægja óæskileg hár á fótleggjum þá væri vel hægt að rugla mínum fótleggjum saman við fótleggi loðins karlmanns sem væri í flokki þeirra sem eru "overvægtige"! Þar hafiði það!
Það sem gerði þessa vaxmeðferð óþægilegri en ella er það að ég reif skinnið, af öðrum sköflungnum, upp með hárunum... sveið svona svoldið í gær.. Þetta er samt allt að koma - ég er alveg reddí í sundið samt!

Ég er alltaf að komast betur og betur að því eða sannfærast um það að ég er haldin mjög einkennilegum ótta. Gætuði ímyndað ykkur hvers kyns sá ótti er?

Dúddírúddí

sunnudagur, maí 14, 2006

Trimform = gymmið?

Systa litla er í hörkuátaki - má ekki missa úr einn dag í gymminu og þá fer allt í vitleysu! Ég fór með henni í prufutíma í Trimform Berglindar á föstudaginn. Sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að þarna var maður að kaupa sér kort í trimformið og er í símanum, samtalið var á þennan veg:

"Já hæ.. "
"Ég er bara í gymminu, jaaá.. taka á því sko"

Halló! Hvað er í gangi! Maður segist ekki vera að fara að taka á því í gymminu þegar maður er að fara leggjast á bekk með blöðkur á líkamanum sem kippa í vöðvana! Það finnst mér allavega ekki!

laugardagur, maí 13, 2006

Københavns Bombardement


Det skete i 1807. Danmark fik et ultimatum og måtte enten tilstlutte sig den engelske alliance eller udlevere flåden som et pant på landets fortsatte neutralitet. Danmark kunne ikke stole på at England kunne forsvare Danmark så de afviser den engelske alliance. Natten mellem den 4. og 5. september 1807 bliver København bombarderet. 1600 mennesker døde og det samme antal blev såret. Den 7. september overgav kommandanten, general Paymann, København og flåden.


Hildur - snart på vej til at tage eksamen i dansk historie

föstudagur, maí 12, 2006

Skordýrahræðslan að skemma eitthvað?

Ég settist út á tröppur áðan og fór að lesa Dansk Kulturhistorie. Það er sól og gott veður og svona, gott að láta sólina skína í fúlt og fölt andlitið.
Svo er allt ljúft og gott þangað til ég heyri....bzzzzzzz.. bzzzzz.. og þá eyðileggst allt - öll stemningin sem ég var búin að skapa þarna við lestur á danskri sögu.
Ég get ekki einbeitt mér þegar svona ferlíki er nálægt mér:

fimmtudagur, maí 11, 2006

Saur saur og meiri saur

Skeit á mig í dag

Af hverju er kúkurinn brúnn en ekki bleikur?

Það er litarefnið saurbrúnka sem gefur kúk lit og hann verður brúnn en ekki bleikur, blár eða grænn af því að þetta er brúnt litarefni. Ef kúkurinn ætti að vera bleikur þyrfti eitthvert annað litarefni að koma til. Lifrin kemur mikið við sögu í lit hægða. Þar verða til svokölluð galllitarefni og kallast eitt þeirra gallrauða. Lifrin losar gallrauðuna út í smáþarmana þar sem efnið tekur breytingum. Mest af því verður að saurbrúnku í ristli sem er einmitt það efni sem gefur hægðum einkennandi lit sinn. Um þetta er fjallað nánar í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað stjórnar lit á hægðum og þvagi fólks? og er vel þess virði að kynna sér það svar í heild.

Þar hafiði það! Held ég kaupi mér bara bleyju fyrir næsta próf... Sem er einmitt saga. En það vill einmitt svo vel til að ég skeit feitast á mig í söguprófinu í 6. bekk í Verzló.

Hildur - komin með ógeð af lærdómi, svefnleysi og pirringi!

miðvikudagur, maí 10, 2006

Leti er löstur

Ég er komin með uppí kok af lærdómi sem er ekki mjög gott þar sem ég á ennþá 3 próf eftir!
Ég verð bara að ná sögunni sem er á laugardaginn og þá er ég seif... ætla mér ekki að fara í sumarpróf því ég mun verða í Búlgaríu á þeim tíma árs! Náði filu-prófinu þó ekki miklu hefði mátt muna - en aðalmálið er... ég þarf ekki að taka filuna á næsta eða þarnæsta ári!!!

Var búin að skrifa færslu, en hún datt út. Þó svo að ég sé ekki að nenna að læra - þá finnst mér leiðinlegt að þurfa að skrifa bloggfærsluna mína aftur! prump!

Mér finnst gaman að gera allt nema læra í dag... hef meira að segja íhugað það að fara útí garð fyrir múttí og hreinsa smá beð... já haldiði nú að það sé slæmt ástand á kellu! þ.e.a.s lærdómslega séð!

Ég og Mæja, mamma og pabbi fórum í leikhús í gær ásamt fræknu kirkjugarðaliði. Fórum að sjá Fullkomið Brúðkaup í Borgarleikhúsinu.
Ég segi nú bara SNILLD!
Hló dátt ... ekki síst af honum Guðjóni sem fer með hlutverk brúðgumans í leikritinu! Hann þarf nú ekki einu sinni að gera neitt til að vera fyndinn, hann er bara fyndinn í andlitinu sama hvað!

Spurning um að fara að skrifa á dönsku líka svo mínir ástkæru vinir í Dk geti fylgst með mér líka.. þetta er svo æsispennandi allt sem er að gerast hérna að það er bara alveg að fara með fólk held ég :)

Dúddírúddí

mánudagur, maí 08, 2006

Kúlurassaæfingarnar að smitast milli fólks?

Kúlurass - kúlurass - kúlurass
Já - þetta segi ég þegar ég geri æfingarnar mínar á *næstum* hverjum degi! Er aðeins búin að vera slök í þessu og missti úr tvo daga!

Sá brjálaða gellu í gymminu áðan! Hún hljóp á milli tækjanna og lyfti, gerði magaæfingar, armbeygjur hljóp að hlaupabrettinu og byrjaði að spretta með stillt á brekku osfrv.!!! Halóó... hva er að.. Sjæt hvað hún var skrítin!

Svo var önnur - sem bara var í góðum gír að gera KÚLURASSAÆFINGUNA sem ég og Bryndís gerum! Hún var þarna í góðum gír inní teygjusalnum! Alveg hreint!
Tek það fram svona til gamans að við Bryndís gerum þessar æfingar heima í stofu, það er ekki til hæfis að framkvæma þær annarsstaðar en þar!

Fonetik here I come - læri læri tækifæri

Eldrauð í framan?


Í morgun kl. 8.00 var ég mætt í munnlegt próf uppí Háskóla!
Ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa á þessum 30 mín sem ég hafði til að lesa blaðagrein og undirbúa mig - ég náði allavega ekki að gera mig reddí fyrir prófið svo ég skeit glæsilega á mig! Við erum að tala um að ég er ekki mikil áhugamanneskja á Miljö og svona hvað er að gerast í þeim málunum svo... ég gat ekki miðlað fróðleik mínum í þetta skiptið!
Þessi fáviska hafði þó engin áhrif á hver færni mín í að tala danskt mál er svo þegar uppi var staðið þá gekk þetta bara fínt!
Gerði líka nýtt met í morgun! - Ég varð EKKI eldrauð í framan í prófinu! Ég hlýt bara að hafa verið ennþá dofin síðan í gær!
Mér þætti mjög gott ef ég héldi áfram á þessari braut - þ.e. að verða ekki eldrauð í framan í svona prófum :)

föstudagur, maí 05, 2006

Obbobbobb

fimmtudagur, maí 04, 2006

Á ekki til eitt einasta orð

Ég þjáist... af "get-ekki-lært" veikinni!

Ég get gert allt annað en að læra - eins og fyrr hefur fram komið! Eitt get ég þó ekki og það er skilið (þetta er mér jafn óskiljanlegt og ísskápa dæmið, þ.e. að opna ísskápinn aftur og aftur oft á dag en aldrei er neitt nýtt komið inn í hann) að enginn skuli kommenta hjá mér!

Mér finnst leiðinlegt að blogga þegar enginn kommentar.. kannski ég þurfi að fara að koma með áhugaverðari færslur...

Hildur bitra

Þetta er smá flash back... þarna var ég allavega að læra!!!! Hugsanlega í 9. bekk jafnvel í 10. bekk og svei mér þá.. þetta gæti allt eins verið úr 3. bekk í Versló!!! Litla ljóta veggjarottan, já aldeilis að hún lærði frekar en að láta of mikið fyrir sér fara í félagslífinu! Jii hvað ég er sæt! ÉG segi bara GÚBÍ GÚBÍ

En semsagt... nenni ekki að læra!
Ef þið eruð í sömu klípu og ég þá mæli ég með þessu hérna http://www.hi.is/~hrb5/slingshot.avi því þetta kitlar hláturtaugarnar allsvakalega! Bara eins og mínútu pása frá lærdómnum!

Jæja... Christina Hesselholdt bíður mín... ég er að fara á fund

mánudagur, maí 01, 2006

*Dagurinn í dag*


Þetta er mjög vinsælt þessa dagana:
  • Að vakna á slaginu 8.00 til að fara að læra - þá læri ég best. Eða á kvöldin þegar allir eru komnir í háttinn.
  • Að fara út að hlaupa í staðin fyrir að læra fyrir próf
  • Að fara í ræktina í staðin fyrir að læra fyrir próf
  • Opna ísskápinn oft á dag og verða alltaf jafnhissa á því að það sé ekki komið neitt nýtt og spennandi inn í ísskápinn sem er hægt að gæða sér á
  • Gera "kúlurassaæfingar"
  • Horfa á The L-Word
  • Lesa um dönsku ráðherrana
  • Láta sig dreyma um utanlandsferð sumarsins - alltof snemma
  • Reyna að hugsa ekki um nammi - því ég hætti að borða nammi fyrir svona 10 dögum síðan og believe it or not þá hef ég ekki borðað nammi síðan ég hætti að borða nammi :) Ég henti páskaegginu mínu...restinni af því og hef ákveðið að borða ekki nammi fyrr en tjah... amk ekki fyrr en eftir eða í Búlgaríuferð!

Það er líka mjög vinsælt hjá mér að blogga í staðin fyrir að vera að læra! Þetta er kannski eitthvað of mikið kæruleysi?

Mæli eindregið með útvarpsfréttum eða radioavisen á www.dr.dk - Farið bara inn í Radioprogrammer og veljið radioavisen! Það er svo hressandi að hlusta á danskar fréttir en ég hef einmitt eitt svona einum og hálfum tíma í það í dag!

Ja tak! God fornöjelse mine damer og herrer...

p.s. einnig vil ég benda lesendum mínum á ákaflega skemmtilegar stuttmyndir en þær má finna á http://www.avistid.dk/Default.aspx?page=Movie - Herferð sem var/er í gangi í Baunalandi til að fólk lesi meira blöðin! Mæli með þessu!