sunnudagur, apríl 30, 2006

tastselv.skat.dk


Skattaframtalið í Dk - fokk - ég gleymdi mér alveg í próflestri!
Vonandi þarf ég ekki að borga tilbaka pening í Dk... buhu

Jii hvað maður á nú ekkert líf á þessum tíma árs!

Nenniði að segja eitthvað? Mér leiðist!!!!

laugardagur, apríl 29, 2006

Prófablogg

Maí er alveg að koma - góða veðrið er búið að vera að sýna sig síðustu daga en í dag er ömurlegt veður. Það er pirrandi að lesa fyrir próf í sól og blíðu en það er líka pirrandi að lesa fyrir próf í grenjandi rigningu, heyrandi dropana dynja á rúðunni!

Anyways... Ég fór í fyrsta skriflega prófið í gær! Heimspekileg forspjallsvísindi aka filan. Við skulum bara segja að ég voni innilega að þurfa ekki að taka þetta próf aftur - ég bið ekki um meira en 5 í einkunn!
2 prófahlutum af 9 er lokið. Það verður ágætlega stíft prógramm næstu daga!
2.maí - Danskt mál og málnotkun II
6.maí - Tímaskeiðið og höfundurinn
7.maí - Kvöldsnarl, upprifjun og eitthvað vafasamt heima hjá hljóðfræðikennaranum.
8.maí - Munnlegt próf - Danskt mál og málnotkun
9.maí - Hljóðfræði próf skriflegt
11.maí - Inngangur að málvísindum
13.maí - Dansk historie ( I luv it)
15.maí - Munnlegt próf í Pragmatik eða málnotkunargreiningu

Jáh.. þar hafiði það. Ég veit að þið höfðuð ákaflega gaman af að lesa þetta!

Annars er ég alveg í takmörkuðu læristuði þessa dagana og eins og hún systir mín þá hef ég miklu meiri áhuga á að toga sokkana upp yfir buxnaskálmarnar, skella mér í hlaupaskóna og fara út að hlaupa!
Það einhvernvegin er miklu skemmtilegra! Af tvennu illu...
Reyndar er búið að vera svo gott veður að það hefur bara verið fínt að skella sér út að trimma.. eins og sumir myndu segja :) Það er átak fyrir Búlgaríuferð sumarsins!

Í gær fórum við Bryndís til hennar Drafnar. Bryndís var með markmið: að kaupa sér sundbol og sundgleraugu og fara að byrja að synda, hún ætlaði að reyna að vera ógeðslega hallærisleg. Þegar hún var búin að máta sundgleraugun í gær var ég fullvissuð um að hún myndi ná þessu takmarki sínu. Kannski ég ætti að reyna að skella inn eins og einni mynd af gellunni með sundgleraugun!

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Nokkrar myndir... fáar fréttir...

Ég sit í prófalestri - mér er ekki skemmt. Guð hefur ekki enn gefið mér skilning á hinu óskiljanlega.

Ég gleymdi að segja ykkur frá afmælinu hennar Erlu - hún hélt uppá 25 ára afmælið sitt í byrjun apríl og það var bara hörkustuð :)

Svo gleymdi ég líka að segja frá páskaeggjunum mínum. Það virðist vera svo að ég eigi ekki skilið að fá heilt páskaegg en eggið frá Kólus brotnaði í bílnum á leiðinni Norður en svona fór með litla páskaeggið sem ég keypti handa mér og Mæju:
Semsagt... það bráðnaði!

Hérna koma nokkrar myndir frá því fyrir og um páskana og svo hendi ég restinni af myndunum inná myndasíðuna mína :)
og svo nokkrar frá sumardeginum fyrsta... þar sem börnin fengu að leika sér!


jah.. eða ekki... þið verðið bara að skoða þær á myndasíðunni - þær vilja víst ekki láta sjá sig hér, ekki að sinni amk.

Varst þú að skoða síðuna mína? Kvittaðu nú fyrir komuna :)

sunnudagur, apríl 23, 2006

Þvílík og önnur eins snilld

Í gær horfðum við Mæja og Bryndís á Beauty & the geek. Þetta er svo mikil snilld að ég hef bara aldrei vitað annað eins.
Mesta snilldin við þessa þætti er þó þessi hér-->


Þessi NÖRD er einn sá mesti nörd sem um getur held ég hreinlega.
Aldrei snert konu á kynferðislegan hátt, Aldrei snert konu yfirhöfuð, aldrei kysst konu og hvað þá sofið hjá og heldur því sjálfur fram að hann muni aldrei fá tækifæri til þess... Maður spyr sig - Afhverju fer maðurinn bara ekki í Extreme makeover tjah.. eða bara tekur leiðsögn :)
Bara 2 þættir búnir ... maður veit svosum aldrei hvað getur gerst!!

Þetta var hápunktur lífs míns í gær... sit annars í heimspeki lestri!
Ef ég einhverntíman voga mér að láta mér detta í hug og þá nefna við ykkur að ég sé að hugsa um að fara í heimspeki, þá vinsamlegast minnið mig á að það myndi án efa vera hræðilegasta ákvörðun sem ég tæki í lífinu.

Meðan ég man þá er mér eitt atriði minnisstætt frá því á annan í páskum. En þá var ég að keyra heim úr vinnunni (sem ég by the way er búin að segja upp) og keyrði þá framhjá Holtanesti (sjoppan hér í hverfinu). Sjoppan var lokuð og stólar uppá borðunum en eins og í flestum verslunum þá eru einhver ljós kveikt inní sjálfri búðinni/sjoppunni. Þarna var svo hinn skynsami bílstjóri, búinn að parkera fyrir framan eina af lúgunum og var að bíða eftir aðstoð! Já takk!

Og já.. gleðilegt sumar öll sömul. Ég gleymdi því víst!
Við systkinin og María fórum í snúsnú, tvísnúsnú og köstuðum rugby bolta á milli okkar svona í tilefni af komu sumars og góðu veðri. Barnið í okkur öllum fékk smá fiðring - þetta var stuð. Reyni að setja inn myndir af þessum snilldarlegu atburðum sem fyrst.

Over and out... Hildur á laugardagskvöldi - að blogga! Gerist það betra!?

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Kúlurass - Kúlurass

Kúlurass
Hver man ekki eftir Fornbókabúðinni! Gamanþáttunum sem sýndir voru á Stöð 2 hér um árið! Þessir þættir voru hin mesta snilld!
Kúlurassaæfingarnar stóðu, ásamt öðrum atriðum, klárlega uppúr!

Kúlurassaæfingar á Svalbarði 3 eru hér með hafnar. Búlgaríuferð nálgast óðum!

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Lost í lestrarpásum

Heimspekileg forspjallsvísindi aka Fílan


"Þegar Clifford og hans líkar segja oss, hve syndsamlegt sé að vera kristinn og styðjast eigi við "nægar sannanir", þá getum vér verið vissir um, að þessi skortur nægra sannana er sá hlutur, sem þeir sízt af öllu hafa í huga. Þeim eru sannanir þær, er þeir hafa, fullnægjandi, en þær benda þeim í gagnstæða átt. Þeir trúa svo fast og óbifanlega á heimsskipun, sem er gagnstæð kristnum fræðum, að þar er ekki um lifandi kjör að ræða. Kristindómur er þeim dauð kenning þegar frá upphafi." - Trúarvilji - William James

Þetta er dauði og djöfull! Ef ég næ þessu prófi þá á ég eftir að vera með stórt bros út að eyrum þegar þið hin þurfið að taka þetta á næsta ári.. eða þarnæsta! *Góði Guð, gefðu að ég nái þessu prófi - gefðu mér skilning á hinu óskiljanlega*

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Ferðasaga, páskar og fleira crap!

Innflutningspartý...
Okkur var boðið í innflutningspartý í Skúlagötunni hjá Döggu löggu - boðið var kl. 21.00 STUNDVÍSLEGA. Eins og allflestum er kunnugt, þá er Hildur ekki sú sneggsta þegar við kemur fatavali og make-uppi - eða orðum það svona: Hún þarf alltaf aaaaðeins að.. hitt og þetta... áður en lagt er í hann. En þrátt fyrir þennan veikleika þá vorum við Mæja komnar útí bíl kl. 20.51!! Frábær árangur. Partýið byrjaði rólega, fámennt en góðmennt og svo þegar líða tók á kveldið bættust fleiri í hópinn, þó ekki félagsskapur af síðri endanum! Gulla fór á kostum og reitti af sér brandarana við mikinn fögnuð viðstaddra. Við komumst að því að það er mjóa fólkið sem æfir í Sporthúsinu en í partýinu voru einmitt tvö lið: þeir sem æfa í Sporthúsinu og svo þeir sem æfa í WorldClass - en svo voru örfáar sem eru flottar á því og eiga kort á báðum stöðum.. bara til að fitta inní báða hópana :)

And off we go.. to Akureyris...
Lögðum í´ann snemma á fimmtudeginum. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig og við komumst meira að segja í gegnum göngin án þess að flagsa þússara!
Við vorum komnar til Akureyrar eða Á Akureyri eins og innfæddir vilja meina að sé rétt að segja, rétt um 3 leytið. Maður keyrir auðvitað ekki beina leið "heim" þegar maður kemur í bæinn heldur er algjört möst að taka nokkra hringi á rúntinum. Þar hittum við Elluna sem var miður sín yfir atburðum gærkvöldsins. Hún bauð okkur að gista hjá sér sem við og þáðum.
Fengum okkur ljúffengan sukkmat - samloku með skinku, osti, frönskum og bernaise sósu á Lindinni - þetta er jafn mikil skylda eins og að fá sér Greifapizzu og Brynjuís!!! Muniði það næst þegar þið farið Á Akureyri.
Fimmtudagskvöldið var rólegt með video hjá Ivani. Sáum þessa líka fínu mynd Derailed. Ég og Mæja erum alveg glataðar í að leigja video svona vanalega en þessi mynd var svo góð að ég held að við ættum að fara að láta aðra sjá um myndaval fyrir okkur þegar við ætlum að hafa kósýkvöld.

Föstudagurinn langi og reiðin í hámarki
Við skelltum okkur í Fjallið uppúr hádegi. Veðrið var sem best var á kosið og miðað við fréttir þá voru um 3000 manns í fjallinu þennan dag.
Ég og Mæja og Ivan vorum búin að ákveða að fara á bretti og Mæja var búin að fá lánað bretti hjá vinkonu sinni sem hún gæti notað og ég gæti verið á brettinu hennar Mæju. Ég var rosa jákvæð.
Ég var ennþá mjög jákvæð þegar við keyrðum uppí fjall og hlakkaði bara til þó svo að ég kviði örlítið fyrir - enda ekki reyndur brettamaður þar á ferð!
Þegar við fórum og keyptum lyftukortið var ég ennþá bjartsýn og jákvæð og það var ég líka þegar ég fór í brettaskóna.
Jákvæðnin skein svo af mér þegar ég labbaði upp brekkuna (ætlaði að taka smá test áður en ég myndi leggja í lyfturnar og stærri brekkur). Þetta er ekki kaldhæðni - ég var í alvöru jákvæð.
Brosið dapraðist þó fljótt.
Ég er brettaspassi dauðans!
Ég var ekkert voðalega jákvæð og bjartsýn þegar ég í minni fyrstu ferð hafði dottið svona 5 sinnum á 20 metra langri ferð! En ég gafst ekki upp þrátt fyrir það og tölti upp brekkuna aftur - og aftur - og aftur...
Ég var orðin alveg brjáááál... hefði getað grenjað úr fýlu og reiði. Datt neðst í brekkunni (eftir að hafa dottið þúsund sinnum áður) og lá kyrr í dágóðan tíma. Ég fann að ef ég myndi standa upp og reyna aftur og mistakast þá myndi ég fara að grenja úr bræði og örugglega fara að öskra líka, þannig að ég hélt kyrru fyrir liggjandi í snjónum og horfði uppí fagurbláan himininn og hugsaði um eitthvað fallegt. Ég var þó næstum ákveðin í að fara bara heim eftir þetta, ég vildi ekki eyðileggja heilan dag fyrir elskunni minni og honum Ivani. En ákvað síðan að hætta þessum stælum og ég fór inn í skála og leigði mér skíði! Dagurinn í framhaldinu var alveg frábær! Ég GAT actually skíðað! Ég veit ekki hvenær ég legg í að fara á bretti næst!
Þegar heim kom þá var þreytan og dasleikinn alveg að fara með okkur. Mæja rotaðist uppí rúmi en ég gat ekki leyft mér að slappa af því það tekur mig alltof langan tíma að fara í sturtu og hafa mig til osfrv.
Fórum í smá innflutningsteiti með bróður Mæju um kvöldið. Enduðum svo í rólegu videokvöldi með Ellu og Ævari. Silence of the lambs - náði að horfa á myndina - með smá dotti.

Rúnturinn... *ehemm*
Ég hef aldrei á ævinni rúntað jafn mikið held ég og þessa páskahelgi. Einhverra hluta vegna þá fylgir það alltaf Akureyrarferðum að rúnta daginn inn og daginn út. Ég er ákaflega lítill rúntari. Það er eitt af því leiðinlegasta sem maður gerir. God... ég myndi tæplega fíla að búa í bæ þar sem ekki er hægt að gera annað en að rúnta. En ekki misskilja mig, mér finnst Akureyri æðislegur bær, fíla bara ekki rúntið. En Akureyringar eru afsakaðir.. rúnturinn er skemmtilegri fyrir þá heldur en utanbæjarfólk því þeir þekkja eflaust annan hvern mann á rúntinum. Að keyra í hringi... já það er spes :)

Djammið..
Kíktum aðeins í bæinn á laugardaginn. Sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég týndi beltinu mínu, það bara datt af mér. Ég hagaði mér líka illa og skammast mín. Takk fyrir mig, ég er komin í pásu.

Heimferðin..
Lögðum af stað seinna en planað var eða klukkan 15.30. Ég fékk að keyra suður.. eða alla leiðina í Borgarnes. ÉG stóð mig bara vel að eigin sögn. Keyrðum ekki útaf og ekki á. Það var pínu snjór og vesen á leiðinni en ofurhildi tókst að höndla þetta ágætlega.
Þarsem við náðum ekki að fá okkur Greifapizzu áður en við fórum útúr bænum, þá pantaði ég mér pizzu korteri áður en við fórum útúr bænum og tók hana með í bílinn. Hún var samt orðin pínu köld þegar ég stoppaði í Varmahlíð og fékk mér sneið. En ég fékk samt pínu heita bita ... ofsalega góðir :)
Við brunuðum beint inní páskamat hjá Björgu frænku á Víðivanginum, fengum ljúffenga aspassúpu og hamborgarhrygg og ís í eftirrétt. Ekki amarlegt það!

Páskarnir eru búnir - ég tók námsbækurnar með mér norður en leit ekki í bók - nú þarf ég víst að fara að skipuleggja lesturinn! 'ufff.. fæ alveg svitakast yfir þessu!

Eruði enn að lesa? :)

laugardagur, apríl 15, 2006

Bræðiskast

Búin að skrifa heila ritgerð... alla ferðasöguna!!! Allt datt út... Ég hélt bara að það væri búið að gera eitthvað til að koma í veg fyrir þetta vandamál! Halló... já ok.. kannski hefði ég b ara átt að gera copy áður en ég ýtti á fok*** publish post takkann!

En sumsé.... Gleðilega páska
Ferðasagan kemur síðar (shit hvað þið misstuð af miklu)

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Ruslatunnuþjófur?


Eins og á flestum öðrum heimilum þá er ruslatunnan okkar tæmd reglulega. Á mánudaginn voru tunnurnar útá götu og greinilegt að nú gæti maður fljótlega átt von á ruslabílnum. Jújú.. síðar um daginn heyrði maður í ruslaköllunum.
Það er engin regla á því hvar blessuðu ruslakallarnir setja tunnuna okkar, stundum fyrir framan hús og stundum fyrir aftan. Uppá síðkastið hefur hún þó verið fyrir framan. Þegar ég kom heim um kvöldið og renndi í hlaðið sá ég að tunnan var ekki á sínum stað, þótti þetta eilítið undarlegt en pældi ekki meira í þessu því tunnan hefði ábyggilega bara endað bakvið hús í þetta skiptið.

Þar sem ruslið okkar fylltist í gær þá tiplaði ég út með fullan bónuspoka og ætlaði að fara með hann í ruslatunnuna - en.. þá var hún bara ekkert bakvið hús! Tunnunni okkar hefur verið stolið!
Svo tók ég eftir því áðan (því ég hef verið að skymast um eftir tunnunni okkar) að tunnan á nr. 2 er bara líka horfin, hún var þarna samt í gær! Kannski er einhver tunnuþjófur á ferð!

Talandi um þjófa - þá var gasgrillið okkar eyðilagt einhverntíma um daginn! Gaskútnum stolið og gasleiðslan skorin í sundur!
Maður spyr sig í hversu öruggu hverfi maður búi....

mánudagur, apríl 10, 2006

Undur og stórmerki gerast

Eitt af því sem gerist örsjaldan er að Hildur eyði meira en 5000 kalli á dag! Þetta gerðist í dag þegar ég keypti mér leddara! Já ... ég keypti mér leðurjakka - manneskjan með leður"fóbíuna" keypti sér gellujakka!
Og í fyrsta skipti í lífi mínu var ég í Diesel buxum í meira en 3 mínútur... ég er búin að vera í Diesel buxum í allt kvöld!

Toppiði þetta

sunnudagur, apríl 09, 2006

I vote for Crest whitening :)

Nýr Bloggari!!!

Bjóðið mig velkomna í heim bloggara! Hér hefst minn ferill.

Síðasta idol-kvöldið var á föstudaginn. Við vorum ekki aaaalveg sáttar við úrslitin, Ína var okkar manneskja eftir að Bríet sæta datt út:)

Í gær var svo afmæli hjá ofurtúttunni henni Erlu, en hún varð einmitt hálf fimmtug kellan. Í boðinu var að Hildar mati, rosalega gott hvítvín og það fór ansi vel í stelpuna.

Við skvísurnar ætlum svo að skella okkur Norður um páskana og mála bæinn rauðan. Eeeeða taka bara afslöppun og ef færi gefst á - nokkrar sveiflur í fjallinu.
Svo ætlum við að éta yfir okkur af páskaeggjum og túttna út svona til að vera svolítið huggulegar. Annars er nú alltaf planið að fara að taka sig á í ræktinni. Ræktin hins vegar beinir okkur stundum frekar í ljós - sem er einmitt í sama húsnæði. Okkur til mikillar mæðu, þá grennist maður ekki af að fara í ljós. Hildur er samt búin að ná sér í allnokkrar freknur.

Mæja Ben - not a blogvirgin any more

föstudagur, apríl 07, 2006

Karabíska hafið - my ass

Í gær var síðasta kvöldmáltíðin hjá okkur á Svalbarðinu. Við fórum öll út að borða á Ítalíu því í dag eru mamma og pabbi að fara í frí - 3 vikna frí í Karabíska hafið!!!
Ég fékk rosalega gott pasta með skinku, sveppum og rjómasósu í gær - fékk þó þessa allsvaðalegu magapínu að ég hélt svei mér þá að ég væri að verða veik!

Ég sótti Brynku litlu í skólann í gær og dró hana með mér til ömmsu gömlu. Ég tók mig svo til og ryksugaði fyrir gömlu konuna og hún var svo glöð og heimtaði að borga mér fyrir - maður vill nú ekki hafa fé af ömmu en hún hélt nú ekki.. hún yrði bara reið útí mig ef ég setti þennan pening aftur í veskið hennar!!! Hún er stórkostleg :)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Fyrr úr tíma til að ná strætó...


Á mánudögum er ég búin í skólanum kl. 17.40. Á mánudaginn ákvað ég að fara aðeins fyrr úr tíma til að ná strætó fyrr og þar af leiðandi komast fyrr heim.
Ég sá á eftir rassinum á strætó á ljósunum á Hringbrautinni, en strætó gengur á 10 mín. fresti á þessum tíma svo það var ekki ástæða til að örvænta.
Um leið og ég stíg uppí strætó og miðinn er runnin oní boxið góða þá verður mér hugsað til Mæju og hversu týpískt það nú væri ef hún ætlaði að koma mér á óvart og sækja mig í skólann.
Þegar strætó var á gömlu Hringbrautinni hringdi síminn.. og jú þetta var hún Mæja. Hún beið eftir mér fyrir utan skólann, þessi elska. En ég var auðvitað í tryllitækinu!
Ákvað þó að hoppa út á móts við Fréttablaðshúsið í Hlíðunum og þegar ég steig út úr strætó þá var Kolla Olgeirs með Mæju við stjórn, fyrir aftan gula tryllinn. Heimferðin var þægileg.

mánudagur, apríl 03, 2006

Myndir myndir myndir


Fólk vill sjá myndir.. myndir af fallegu fólki! Eftirspurnin er mikil og ég vona að ég geti gert lesendum til geðs.
Fariði að kommenta, annars fer ég að gráta.


Hérna er hún Mæja í góðum gír í Barmahlíðinni. Talandi um Barmahlíðina, þá gleymdi ég hjólinu mínu þar þegar við vorum að flytja og ég ætlaði að sækja það um daginn. En eins og gáfaður maður getur sagt sjálfum sér - þá var hjólið horfið. Guð má vita hvort því hefur verið stolið, "fengið lánað", hent á haugana eða bara brennt.. eða eitthvað. Litli gutti er horfinn og ég sem var búin að útbúa hann hinum ýmsustu græjum. Bögglaberinn góði, hraða og kílómetramælirinn sem ég hafði mikið fyrir að setja rétt á og vatnsbrúsa"haldarinn" - ég var ekki sokkin svo djúpt í dönsku menninguna að ég hafi verið komin með körfu á guttann samt :)

Seinni myndin er svo af mér og Helgu síðan við skelltum okkur á djammið um daginn... allt voðalega fallegt fólk er það ekki :)

Dominos Pizza


Á föstudaginn var ég góð kærasta og pantaði pizzu og sótti á leiðinni heim úr vinnunni, keypti líka nammi og kók fyrir mig og Mæju. Sú var nú glöð þegar ég birtist í dyragættinni með pizzur. Mæju pizza var víst hin ágætasta en mín var miður.. það vantaði allan ost á hana! Hvernig er það hægt! Skorpa með pepperoni og sveppum.. jummí!

sunnudagur, apríl 02, 2006

Hálfviti:"Þú þarft að fara að endurskoða þína vinnu...

... og ræða við yfirmenn þína, ég setti rauðan kross við nafnið mitt í símaskránni til að verða ekki fyrir truflun"
Hildur: "Ég vil benda þér á að krossinn í símaskránni gildir bara um sölumenn, beina markaðssetningu. Ef þú vilt losna við að það sé hringt í þig vegna skoðanakannana þá vil ég benda þér á að hringja í Hagstofuna og láta setja x við þig þar - þá sleppuru alveg við þetta."
Hálfviti: "þú þarft bara að fara að kanna þetta hjá þér, ég er með x við mig í símaskránni og það má ekkert hringja í mig"
Hildur: "Eins og ég segi - þá vil ég benda þér á að hringja í Hagstofuna og láta x-a við þig þar og þá truflum við þig ekki framar"
Hálfviti: "Ég lét setja x við mig í símaskránni til þess að ég yrði ekki truflaður á matmálstíma og ég vil ekki sjá að þið séuð að hringja í mig"
Hildur: "Heyrðu vinur, ég er búin að segja þér að þetta virkar ekki svona, ég vil enn og aftur benda þér á að ef þú vilt ekki að við hringjum í þig þá VERÐURU að hafa samband við Hagstofuna."
Hálfviti: "Sko.. ég er búinn að segja þér að þið eigið ekki að hringja í mig ámatmálstíma og.......
Hildur: *tekur framí* "heyrðu þakka þér fyrir" .. dududududu

Ég skalf af reiði! Heimska heimska fokking fólk!
En guði sé lof fyrir skemmtilega fólkið sem ég tala líka við inná milli!!!

Ammsla var búin að plata hana Mæju til að klippa garðinn hjá sér, afþví að Mæja er svo mikill klippisnillingur. Mæja var svo búin að fá vinkonu sína í lið með sér og á laugardaginn vorum við þrjár sem tókum garðinn hennar ömmu í gegn. Amma var nú ekki par hrifin af því að fá ekki að borga mér og Mæju fyrir og lét pening á borðið þrátt fyrir mótmæli. Henni fannst við hafa gert sér óleik þegar hún sá að við höfðum skilið peninginn eftir á borðinu hjá henni :) Hún er yndisleg þessi kona.
Eftir mikla útiveru á laugardaginn vorum við Mæja alveg búnar á því og tókum eins og 1-2 tíma á augað eða eins og maður segir á góðri dönsku - vi tog et par timer på öjet :)

Í dag er ég búin að afreka það að éta yfir mig af súkkulaðiköku! Megrun hvað!!!