föstudagur, mars 31, 2006

Páskar og hvað.. dauðinn?

1 vika! Það er ein vika eftir af skólanum!!!! Sem þýðir ein vika í páskafrí aka upplestrarfrí. Ég veit ekki hversu gott páskafríið verður því fyrir utan það að þurfa að eyða megninu af frídögunum á kafi ofaní skólabókum, þá eru múttí og pápi að fara í siglingu í Karabíska hafið (í 3 vikur!!!) *öfund* og mrs. me þarf að öllum líkindum að sjá um heimilið og heimilisfólk, þó með hjálp frá minni yndislegu Mæju :)
Það verður stuð stuð stuð... don´t you think?

Hildur með bæði kvíða og tilhlökkun

miðvikudagur, mars 29, 2006

Eins og glöggir lesendur...


...hafa kannski tekið eftir, að þá hef ég bætt henni Mæju minni á þetta blogg :) Nú fær hún heiðurinn af því líka. Á samt enn eftir að fikra mig meira áfram - sjáum hvort Mæja eigi eftir að skrifa eitthvað... hver veit (þegar ég hef sett hana inn í málin)

mánudagur, mars 27, 2006

html...

Jújú ... þetta er allt að koma! Maður fikrar sig áfram í þessu htmlllliiii... Gat raðað upp bloggurunum mínum og bætt nokkrum inn! Setti líka inn videoin. En get ég sett inn linka vinstra megin? Þetta er allt að koma!
Hvernig líst ykkur svo á þetta hjá kellunni?

Inn út inn inn út

Það kom að því að maður drattaðist af stað í ræktina, ég dró Mæju með mér á laugardaginn. Fórum í Betrunarhúsið, það var ekki að gera sig. Tókum eftirmiðdaginn í bílaþrif og núna er Kolla Olgeirs glansandi fín!

fimmtudagur, mars 23, 2006

Jedúdda!!!

Í hádeginu í gær hlustaði ég á Bylgjuna þegar ég var á leiðinni heim úr hljóðfræði. Dadamm.. veðurfréttir.. dadamm
Ég tók EKKERT eftir því hvernig veðrið á að vera næstu dagana því þessi NÝJA "gella" (sá hana í tv áðan) segir ekkert nema eerrhhhmm.. og rrraahnknn... og svona hljóð.. Þið bara verðið að skoða þetta á nfs!!!

Skilaði ritgerðinni minni góðu í hádeginu :) Næs að vera búin.

Ég VERÐ að fara að byrja í ræktinni aftur!

miðvikudagur, mars 22, 2006

Hinsegin bíódagar og ritgerðin góða

Fór á Hinsegin bíódaga í gær, með Mæju, Evu og Maggý og Dagnýju. Sáum Stelpur með stelpum sem eru 6 stuttmyndir. Myndirnar voru misgóðar eins og við var að búast en danirnir vinir mínir voru alveg að standa sig og færðu fram eina af bestu myndunum.

Ég er enn og aftur að reka mig á það að það borgar sig að kíkja á ugluna/hi-mailið sitt amk. daglega ef ekki bara 3-5 sinnum á dag. Í gær hafði ég þessa miklu löngun í að skrópa í dag en samviskusama Hildur hafði það að sjálfsögðu ekki í sér og mætti galvösk í tíma kl. 11.15 (fyrsti tíminn) og þar var mér sagt að næsti tími á eftir félli niður. Ég sumsé mætti í óþarfa tíma áðan.. og fór heim eftir 45 mín innlestur á segulband! Þakka fyrir að hafa verið með bíl :)

Ritgerðarskrifin mjakast!

Þetta er góður dagur, ég er jákvæð, brosandi og glöð. Mér líður vel. Ég massa þetta! Bjartsýna og jákvæða Hildur - Takiði mig til fyrirmyndar! :)

sunnudagur, mars 19, 2006

Ef þið bara vissuð...

Á föstudaginn ákvað hún Mæja mín að skella sér Norður, ég varð eftir heima - 10 bls. ritgerð í bígerð. Lagði samt aðeins inn í gleðibankann á föstudaginn og skellti mér í smá fíling með Helgu og Sissú! Takk stelpur fyrir kvöldið! En það voru einmitt þær sem hvöttu mig til þess að skipta um síðu.
Þetta var skemmtilegt kvöld og núna þarf ég ekki að fara aftur að djamma á næstunni - maður er orðin svo easy sko að maður nennir ekkert að vera að detta í það bara í tíma og ótíma. Djammaði síðast á Háskólajólaballinu, þ.e.a.s. datt í það. Nóg um það!

Vá hvað þetta er leiðinleg færsla.... læt þetta duga for now

laugardagur, mars 18, 2006


Jæja, fólk var farið að kvarta yfir kommentakerfinu á hinni síðunni. Ég er svona að velta fyrir mér hvort ég ætti að gera aðra tilraun til þess að skipta yfir á þessa síðu? Hvernig væri það?