þriðjudagur, júní 20, 2006

Kemur á óvart...

... við erum búnar að skipta um blogg!!!

Fólki finnst leiðinlegt að skoða þessa síðu þegar ekkert nýtt kemur inná hana - það er svosum ekki skrítið.

Aðalástæða bloggleysis er sú að blogspot hefur verið að stríða mér. Ég hef skrifað langar færslur en svo allt farið í klessu og ekkert birtst.

Við höfum því opnað nýja og betri síðu

www.hildurbjosss.bloggar.is

Heimsækiði okkur þar!!!

föstudagur, júní 09, 2006

Líf í Fossvogskirkjugarði



Við fengum gott veður í dag! Jibbí!

Þetta er hluti af mínu svæði. Það er að sjálfsögðu vel hirt :)





Hér eru svo myndir frá því í fyrra... já þið hafið nú gaman af að sjá við hvað ég og Mæja vinnum :)


Trambólín...


Um daginn stálumst ég, Bryndís og Mæja yfir í næsta garð (ég er svo mikil rola að ég ætlaði varla að þora) og snérum trambólíni sem þar var við. Málið var að íbúar hússins voru og eru jafnvel enn í fríi.. ætli þau hafi ekki bara skellt sér til útlanda. Fyrir ekki svo löngu fengu krakkarnir svona stórt trambólín í garðinn. Frá þeim degi hefur Bryndís verið alveg óð í hvert skipti sem hún heyrir í hoppandi krökkunum!
Þau voru sumsé búin að snúa trambólíninu við svo það fyki ekki meðan þau voru í burtu.
Við snérum því aftur við og fórum að hoppa.
Ég stóð mig rosalega vel og slasaði mig á fyrstu mínútunni. Var í loftinu á leiðinni niður þegar Bryndís var á leiðinni upp og ég var komin aðeins of nálægt henni. Fékk öxl í andlitið!!!

mánudagur, júní 05, 2006

úgalúga dancing like a maniac úga lúga...

Ég er farin að halda að það sé kominn tími til að skipta um bloggsíðu AFTUR. Þetta blogspot er ekki að gera sig

fimmtudagur, júní 01, 2006

Pollagallinn

... sem ég keypti í Hagkaup eftir að ég var búin að snúa bílskúrnum við án árangurs (til að finna vinnufötin frá því í fyrra) eru ekki að gera góða hluti. Afsakið langa setningu, setningafræðin eitthvað að stríða hér :D
Ég blotnaði í gegn á hnjánum í dag, en jakkinn er þó alveg að gera sitt. Blotnaði ekkert í gegn þar.
Ég er ekki fyrr mætt í vinnuna fyrr en ég er á leiðinni heim... Kannski ekki alveg að tíminn líði svo fljótt en hann líður samt fjandi hratt svona miðað við leiðinda veður og almenna hreinsun.
En ef það er eitthvað sem líður hratt - þá eru það helgarnar! Mér til mikillar ánægju er 3ja daga helgi núna frá kl. 16.15 á morgun :)

Ég biðst afsökunar á bloggleti minni. Ég var alveg að gefast upp um daginn. Var búin að gera ansi góða færslu en blogspot vildi með engu móti fá færsluna inn svo ég gafst upp. Þið sem eruð með mig á msn sjáið að ég sit ekki mikið við tölvuna þessa dagana enda er feikinóg að gera.

Jæja - nóg vitleysa og leiðinda blogg... Lofa meira djúsí bloggi næst

Kveð að sinni

sunnudagur, maí 28, 2006

úbbalú

Eitthvað er þetta blogspot að stríða mér...
Ég er æst yfir kosningasjónvarpinu hérna á laugardagskveldi.
Hlakka til að vakna snemma í fyrramálið og fara að taka til.
Þið vitið hvernig þetta er

föstudagur, maí 26, 2006

blogg vesen

Mér er ekki ætlað að blogga held ég

þriðjudagur, maí 23, 2006

Og

það gerist ekki neitt. Sofa borða vinna borða vinna borða vinna borða vinna sofa borða sofa vinna.. osfrv....

Sumarið er rétt að byrja en samt er fílingurinn ekki þannig. Ég hef aldrei verið í sumarvinnu og það hefur snjóað á mig... Þakka fyrir að vera ekki á Akureyri - kosturinn við það væri reyndar að þá hefði ég verið send heim í dag frá vinnunni því það var ekkert hægt að vinna í garðinum fyrir snjó!

Nýjustu fréttir af frunsunni eru þær að hún er að breiða enn betur úr sér. Mitt ráð: Haldið ykkur fjarri mér.

Hildur í sumarskapi