... sem ég keypti í Hagkaup eftir að ég var búin að snúa bílskúrnum við án árangurs (til að finna vinnufötin frá því í fyrra) eru ekki að gera góða hluti. Afsakið langa setningu, setningafræðin eitthvað að stríða hér :D
Ég blotnaði í gegn á hnjánum í dag, en jakkinn er þó alveg að gera sitt. Blotnaði ekkert í gegn þar.
Ég er ekki fyrr mætt í vinnuna fyrr en ég er á leiðinni heim... Kannski ekki alveg að tíminn líði svo fljótt en hann líður samt fjandi hratt svona miðað við leiðinda veður og almenna hreinsun.
En ef það er eitthvað sem líður hratt - þá eru það helgarnar! Mér til mikillar ánægju er 3ja daga helgi núna frá kl. 16.15 á morgun :)
Ég biðst afsökunar á bloggleti minni. Ég var alveg að gefast upp um daginn. Var búin að gera ansi góða færslu en blogspot vildi með engu móti fá færsluna inn svo ég gafst upp. Þið sem eruð með mig á msn sjáið að ég sit ekki mikið við tölvuna þessa dagana enda er feikinóg að gera.
Jæja - nóg vitleysa og leiðinda blogg... Lofa meira djúsí bloggi næst
Kveð að sinni